17.6.2009 | 20:28
Nóvember?
Ef uppboð var í nóvember þá er það varla vegna kreppu!!!
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gústav Gústavsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er nefnilega málið. Þetta er eldgömul vanskilasaga, sem kemur kreppu og atvinnuleysi ekkert við.
Hrönn (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:37
Kreppan fór ekkert af stað í nóvember, meira en ári áður var fyrirséð hvert stefndi, ég veit dæmi þess að sparisjóður nokkur hafi verið orðinn peningalaus í mars þetta ár.
hvet alla sem lenda undir hamrinum að bregðast við á líkum nótum - tími kapitlaismans er liðinn
Steinar Immanúel Sörensson, 17.6.2009 kl. 20:39
Nei, en dæmalaust siðferðisleysi bankanna teygir sig vel út fyrir tímasetningar bankahrunsins. Það var siðferðisfirring bankanna sem á endanum setti þá á hausinn, ekki alheimsfjárhagskreppa. Persónulega veit ég af dæmum þar sem fólk hefur verið lagt í einelti af bönkunum síðastliðnu ár fyrir hrun þar sem þeir að því er virðist á skipulagðan hátt beiti sér fyrir því að kreista eins mikið og mögulega næst útúr fólki sem lendir í vanskilum. Lánstraust í eigu bankanna hefur m.a. gert þeim þetta mögulegt. Bankarnir hafa ótakmarkaða innheimtumöguleika í höndum sér þegar fólk lendir í vanskilastöðu og nota hana óspart, ekki bara gömlu bankarnir, hinu nýju líka. Nú er staðan sú að það eru gjörningar bankanna sem eru að koma fólki í vaxandi mæli í vanskilastöðu og þetta siðferðislega athæfi er því að sprengja alla mannréttindaskala á heimsmælikvarða. Það er sorglegt að gleðjast yfir svona athæfi, en þarna virðist loksins einhver hafa kjark til að bíta á móti. Hrói höttur braut líka lög en flestir líta á hann sem hetju.
Auður (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:45
Gjaldmiðil OKKAR hrundi í raun í marz 2008, en bankarnir hrundu ekki fyrr en í lok september 2008.....! Í raun var þetta allt meira & minna hrunið árið 2004, það sáu allir sem vildu sjá SANNLEIKANN, sbr. blogg hjá mér og www.vald.org en við höfðum ítrekað REYNT að vera stjórnvöld við í hvað stefndi en ENGINN áhugi var hjá því siðblinda liði að stöðva sýna "innvígðu glæpamenn" - svo kom síðar í ljós það sem manni ávalt grunnaði, bankarnir höfðu "mútað SAMSPILLINGUNNI & RÁNFUGLINUM" og fengu í staðinn endarlaust frelsi...! Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil......
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 21:18
Ég skil manninn vel og tek undir með Auði og Steinari. Veit ekki hvar þið hin voruð á meðan gengið kolféll löngu fyrir nóvember sl og bankarnir hlóðu milljónum á milljónir ofan, ofan á skuldir venjulegs fólks. Það er ekki búandi í þessu okur- og rána-landi og saga mannsins er sorgarsaga. Þjófnaður á almennum borgurum er studdur af yfirvöldum með alls kyns fjárhagslegum ólögum (ehf + kennitöluflakk + vísitölutrygging + + + + +). Og mannréttindi engin. Og nú skal bæta skuldum glæpabankanna líka ofan á okkur þrælana. Förum öll úr landinu og skiljum glæpamennina og spillta stjórnmálamennina eftir í ÞEIRRA djöfullegum skuldum.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:25
Og tek undir með Jakobi, hans comment var ekki komið.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:27
Gengið féll í mars um 40% það þýðir samsvarandi hækkun á láni. Uppboðsbeiðni tekur 2 mánuði og svo er ákveðið framhaldsuppboð á eigninni í nóvember.Sennilega afþví bankinn hefur verið ósveigjanlegur og synjað um fresti en lögum samkvæmt þarf uppboð að fara fram innan árs frá því beðið er um það.
Einar Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 21:27
Hverjum dettur í hug að kreppan hafi byrjað í nóvember eða jafnvel síðar ? Ég tók ákvörðun um að flytja af landi brott í janúar 2008 og flutti svo um miðjan maí 2008. Bara á þessum stutta tíma frá janúar og fram í maí, tapaði ég 100.000 kr. í gjaldeyri vegna þess hversu krónan féll. Hún var í hægu falli allt síðasta ár, lokaskellurinn kom bara í haust. Svo það að allt hafi verið gott fyrir nóvember er bara bull.
Hinni (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.